Golf

Axel og Ragnhildur efst fyrir lokahringinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Axel Bóasson
Axel Bóasson vísir

Axel Bóasson og Ragnhildur Kristinsdóttir eru í forystu á KPMG golfinu fyrir lokahringinn.

KPMG mótið er fjórða mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins og þar er keppt um Hvaleyrarbikarinn.

Axel hefur leikið mjög vel á mótinu og er samtals á sjö höggum undir pari eftir tvo hringinn. Ólafur Björn Loftsson er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari og er Axel því í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn.

Ragnhildur er með þriggja högga forystu á Huldu Clöru Gestsdóttur og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Ragnhildur er á fjórum höggum yfir pari en Hulda og Guðrún Brá á sjö höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.