Körfubolti

Harden líka hættur við HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir þurfa að fara yfir ýmislegt
Þessir þurfa að fara yfir ýmislegt Getty/Elsa
James Harden hefur tilkynnt Gregg Popovich, landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, að hann hyggist ekki gefa kost á sér í landsliðshópinn fyrir HM í Kína sem fram fer dagana 31.ágúst-15.september næstkomandi.

Harden ætlar frekar að eyða orku sinni í undirbúningstímabil Houston Rockets en ljóst er að þar þarf að stilla saman strengi eftir að Russell Westbrook gekk í raðir Houston liðsins.

Harden er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem gefur skít í landsliðið en Anthony Davis er nýbúinn að tilkynna að hann muni ekki gefa kost á sér.

Harden og Davis voru stærstu nöfnin í 20 manna æfingahópi sem átti að koma saman til æfinga 5.ágúst næstkomandi en leikmenn á borð við LeBron James, Steph Curry og Kevin Durant verða ekki heldur með á HM í Kína.

Bandaríkin eru í riðli með Tékklandi, Tyrklandi og Japan á HM og hafa titil að verja eftir að hafa rúllað upp síðustu tveimur heimsmeistaramótum.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.