Körfubolti

Harden líka hættur við HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir þurfa að fara yfir ýmislegt
Þessir þurfa að fara yfir ýmislegt Getty/Elsa

James Harden hefur tilkynnt Gregg Popovich, landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, að hann hyggist ekki gefa kost á sér í landsliðshópinn fyrir HM í Kína sem fram fer dagana 31.ágúst-15.september næstkomandi.

Harden ætlar frekar að eyða orku sinni í undirbúningstímabil Houston Rockets en ljóst er að þar þarf að stilla saman strengi eftir að Russell Westbrook gekk í raðir Houston liðsins.

Harden er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem gefur skít í landsliðið en Anthony Davis er nýbúinn að tilkynna að hann muni ekki gefa kost á sér.

Harden og Davis voru stærstu nöfnin í 20 manna æfingahópi sem átti að koma saman til æfinga 5.ágúst næstkomandi en leikmenn á borð við LeBron James, Steph Curry og Kevin Durant verða ekki heldur með á HM í Kína.

Bandaríkin eru í riðli með Tékklandi, Tyrklandi og Japan á HM og hafa titil að verja eftir að hafa rúllað upp síðustu tveimur heimsmeistaramótum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.