Golf

Ragnhildur og Axel stóðu uppi sem sigurvegararar í Hvaleyrabikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur og Axel með bikaranna.
Ragnhildur og Axel með bikaranna. mynd/gsí

Axel Bóasson, úr GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-mótinu, Hvaleyrabikarnum, sem fór fram á Hvaleyrinni um helgina.

Axel var í engum vandræðum á heimavelli og spilaði frábært golf á hringjunum þremur. Það skilaði honum tólf höggum undir pari og var tíu höggum á undan næstu mönnum.

Aron Snær Júlíusson, Tumi Hrafn Kúld og Hlynur Bergsson voru allir á tveimur höggum undir pari og áttu ekki roð í magnaðan Axel á heimavelli.

Í kvennaflokki var hins vegar meiri spenna. Ragnhildur Kristinsdóttir vann eftir mikla spennu en hún var einu höggi á undan heimastúlkunni, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Fyrir síðustu holuna hafði Ragnhildur fjögurra högga forystu og spilaði hún átjándu holuna á þremur höggum yfir pari.

Hulda Clara Gestsdóttir endaði í þriðja sætinu, fimm höggum á eftir Guðrún og því sex höggum á eftir Ragnhildi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.