Körfubolti

Tomsick í Stjörnuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tomsick fer úr grænu í blátt
Tomsick fer úr grænu í blátt vísir/daníel

Einn besti erlendi leikmaður Domino's deildar karla á síðasta ári verður áfram hér á landi í vetur en skiptir um félag. Stjarnan tilkynnti í dag að Nikolas Tomsick væri genginn til liðs við félagið.

Tomsick spilaði fyrir Þór Þorlákshöfn síðasta vetur. Hann skilaði 22,8 stigum að meðaltali í leik auk 3,9 frákasta og 7,6 stoðsendinga. Hann átti stóran þátt í því að Þór fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði fyrir verðandi Íslandsmeisturum KR.

Hann var valinn í úrvalslið Domino's deildar karla af Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport eftir bæði fyrri og seinni hluta tímabilsins.

Miklar væntingar voru á Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og flestir sem spáðu þeim Íslandsmeistaratitlinum. Liðið varð deildarmeistari en datt svo út í undanúrslitum gegn ÍR.

Domino's deildin hefst að nýju í október og mun Tomsick byrja á því að sækja sína gömlu félaga heim því fyrsti leikur Stjörnunnar er gegn Þór í Þorlákshöfn 3. október.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.