Viðskipti innlent

Ingvar frá SVÞ til Samorku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingvar Freyr Ingvarsson
Ingvar Freyr Ingvarsson Samorka.

Ingvar Freyr Ingvarsson tekur við starfi hagfræðings hjá Samorku í september næstkomandi. Áður gegndi Ingvar sambærilegri stöðu hjá Samtökum verslunar og þjónustu, þar sem hann hóf störf árið 2016.

Á vef Samorku er ferill Ingvars reifaður. Hann lauk M.Sc. gráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá norska umhverfis – og lífvísindaháskólanum (Norges miljø- og biovitenskapelige unversitet (NMBU)) í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.S. gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011.

Samhliða námi starfaði hann sem sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilega greiningu hjá Seðlabanka Íslands. Þá hefur hann kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem kennari í HÍ og við NMBU.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,11
8
95.885
HEIMA
0,72
5
7.403
SJOVA
0,51
9
113.062

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-4,97
1
7.604
ICEAIR
-4,2
79
198.174
EIM
-3,19
9
46.026
ARION
-2,79
21
442.777
SYN
-2,19
3
16.016
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.