Sálrænt áfall eftir martraðarkennda heimafæðingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 11:54 Lake Bell leitaði til sálfræðings vegna sálræns áfalls eftir afar erfiða heimafæðingu. Getty/Sarah Morris Bandaríska leikkonan Lake Bell segist hafa þurft að vinna sig í gegnum samviskubit, eftirsjá og heilmikið sálrænt áfall eftir að litlu mátti muna að sonur hennar léti lífið í erfiðri heimafæðingu árið 2017. Bell opnaði sig um skelfilega heimafæðingu sonar síns í viðtali í hlaðvarpsþætti leikarans Dax Shepard, Armchair Expert. Bell er þekkt fyrir frammistöðu sína í þáttunum New Girl, Bless this Mess og Boston Legal. Þá kunna margir að hafa séð hana í rómantísku gamanmyndunum It‘s Complicated (2009) og Home Again (2017)„Við [Bell og eiginmaður hennar Scott Campbell] höfum tvisvar haft heimafæðingu. Sú fyrri var fæðing dóttur okkar Nova í Brooklyn. Það var mjög valdeflandi. Heimafæðingin einkenndist af ótrúlegri frumstæðri tengingu“. Þegar Nova fæddist var naflastrengurinn vafinn um hálsinn á henni. „Þetta var mjög ógnvekjandi. Hún var sett á bringuna mína og hún andaði ekki. Ljósmóðirin blés þrisvar í hana sem varð henni til lífs. Eiginmaður minn var viðstaddur og hún lifnaði við og við sáum það,“ segir Bell sem segir þetta hafa verið mjög valdeflandi upplifun og viljað gera þetta aftur. Síðari heimafæðingin fór aftur á móti ekki eins vel og sú fyrri. Nær dauða en lífi þegar naflastrengurinn vafðist um hálsinn „Það sama kom fyrir. Ég var heima og naflastrengurinn hafði vafist utan um hálsinn á honum. Hann lá á bringunni á mér en hann virtist ekki ætla að ná andanum. Þegar þarna var komið við sögu erum við einfaldlega að tala um líf og dauða. Barnið þitt er þarna og allir í herberginu eru að reyna að endurlífga það en án árangurs. Sjúkraflutningamennirnir eru á leiðinni og hann liggur enn þarna. Þessi manneskja sem þú þekkir ekki.“ Sjúkraflutningamennirnir æða inn og ná á son þeirra hjóna „og ég varð eftir, nakin, að loknum sjö klukkustundum af hríðum.“ Ljósmóðirin sagði henni að hún yrði að fæða fylgjuna. „Ég leit á símann minn á meðan þær voru að sauma mig og ég fékk stutt myndskeið frá Scott: Litli Ozzy að anda með súrefnisgrímu og það leið yfir mig. Ég hugsaði með mér: „Hann er á lífi“ og svo datt ég út,“ rifjar Bell upp.Læknar gerðu í fyrstu ekki ráð fyrir að Ozgood Campbell myndi geta talað.Getty/Sarah MorrisSyninum fór hratt fram eftir heimkomu Sonur þeirra var á vökudeildinni í tæplega tvær vikur því hann var án súrefnis í of margar mínútur. Í fyrstu var talið að hann yrði lamaður af völdum heilaskemmda og að mögulega myndi hann hvorki getað talað né gengið. Syni hjónanna fór aftur á móti hratt fram eftir að þau fengu hann heim. „Ég á þennan ótrúlega litla dreng sem rúllaði sér á hliðina tveggja mánaða og tók fyrstu skrefin níu mánaða. Það var næstum eins og hann segði: Mamma, þetta er allt í lagi. Ég er að ná þessum áföngum snemma til að þú getir slakað á,“ sagði Bell í gríni. Þunglyndislyf og sálfræðimeðferð Bell segir að hún hafi fundið fyrir yfirþyrmandi sektarkennd í langan tíma. „Ég tók alla sökina á mig því ég var sú sem krafðist þess að hafa heimafæðingu. Ég er búin að vera fást við þessar erfiðu tilfinningar síðan. Maður getur kennt ljósmóðurinni um, maður getur kennt sjálfum sér um en þegar allt kemur til alls er það lokaútkoman sem skiptir máli,“ segir Bell og bætir við: „Ég hef farið í sálfræðimeðferð og var á lyfjum í eitt og hálft ár. Ég náði að venja mig af þunglyndislyfjunum en ég var á þeim til að koma reglu á sálarlífið.“ Bell segist aldrei fyrr hafa tjáð sig um seinni heimafæðinguna en fann að nú væri rétti tíminn til að opna sig. „Þetta er í raun sagan hans Ozzy og ég er svo stolt af honum.“ View this post on InstagramThanks to @loveleorescue our family just gained another adorable dependent. @dinoisadog is a magic puppy. Our other dog Texas doesn’t see it. A post shared by LAKE BELL (@lakebell) on Jul 1, 2019 at 8:26pm PDT Börn og uppeldi Hollywood Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Lake Bell segist hafa þurft að vinna sig í gegnum samviskubit, eftirsjá og heilmikið sálrænt áfall eftir að litlu mátti muna að sonur hennar léti lífið í erfiðri heimafæðingu árið 2017. Bell opnaði sig um skelfilega heimafæðingu sonar síns í viðtali í hlaðvarpsþætti leikarans Dax Shepard, Armchair Expert. Bell er þekkt fyrir frammistöðu sína í þáttunum New Girl, Bless this Mess og Boston Legal. Þá kunna margir að hafa séð hana í rómantísku gamanmyndunum It‘s Complicated (2009) og Home Again (2017)„Við [Bell og eiginmaður hennar Scott Campbell] höfum tvisvar haft heimafæðingu. Sú fyrri var fæðing dóttur okkar Nova í Brooklyn. Það var mjög valdeflandi. Heimafæðingin einkenndist af ótrúlegri frumstæðri tengingu“. Þegar Nova fæddist var naflastrengurinn vafinn um hálsinn á henni. „Þetta var mjög ógnvekjandi. Hún var sett á bringuna mína og hún andaði ekki. Ljósmóðirin blés þrisvar í hana sem varð henni til lífs. Eiginmaður minn var viðstaddur og hún lifnaði við og við sáum það,“ segir Bell sem segir þetta hafa verið mjög valdeflandi upplifun og viljað gera þetta aftur. Síðari heimafæðingin fór aftur á móti ekki eins vel og sú fyrri. Nær dauða en lífi þegar naflastrengurinn vafðist um hálsinn „Það sama kom fyrir. Ég var heima og naflastrengurinn hafði vafist utan um hálsinn á honum. Hann lá á bringunni á mér en hann virtist ekki ætla að ná andanum. Þegar þarna var komið við sögu erum við einfaldlega að tala um líf og dauða. Barnið þitt er þarna og allir í herberginu eru að reyna að endurlífga það en án árangurs. Sjúkraflutningamennirnir eru á leiðinni og hann liggur enn þarna. Þessi manneskja sem þú þekkir ekki.“ Sjúkraflutningamennirnir æða inn og ná á son þeirra hjóna „og ég varð eftir, nakin, að loknum sjö klukkustundum af hríðum.“ Ljósmóðirin sagði henni að hún yrði að fæða fylgjuna. „Ég leit á símann minn á meðan þær voru að sauma mig og ég fékk stutt myndskeið frá Scott: Litli Ozzy að anda með súrefnisgrímu og það leið yfir mig. Ég hugsaði með mér: „Hann er á lífi“ og svo datt ég út,“ rifjar Bell upp.Læknar gerðu í fyrstu ekki ráð fyrir að Ozgood Campbell myndi geta talað.Getty/Sarah MorrisSyninum fór hratt fram eftir heimkomu Sonur þeirra var á vökudeildinni í tæplega tvær vikur því hann var án súrefnis í of margar mínútur. Í fyrstu var talið að hann yrði lamaður af völdum heilaskemmda og að mögulega myndi hann hvorki getað talað né gengið. Syni hjónanna fór aftur á móti hratt fram eftir að þau fengu hann heim. „Ég á þennan ótrúlega litla dreng sem rúllaði sér á hliðina tveggja mánaða og tók fyrstu skrefin níu mánaða. Það var næstum eins og hann segði: Mamma, þetta er allt í lagi. Ég er að ná þessum áföngum snemma til að þú getir slakað á,“ sagði Bell í gríni. Þunglyndislyf og sálfræðimeðferð Bell segir að hún hafi fundið fyrir yfirþyrmandi sektarkennd í langan tíma. „Ég tók alla sökina á mig því ég var sú sem krafðist þess að hafa heimafæðingu. Ég er búin að vera fást við þessar erfiðu tilfinningar síðan. Maður getur kennt ljósmóðurinni um, maður getur kennt sjálfum sér um en þegar allt kemur til alls er það lokaútkoman sem skiptir máli,“ segir Bell og bætir við: „Ég hef farið í sálfræðimeðferð og var á lyfjum í eitt og hálft ár. Ég náði að venja mig af þunglyndislyfjunum en ég var á þeim til að koma reglu á sálarlífið.“ Bell segist aldrei fyrr hafa tjáð sig um seinni heimafæðinguna en fann að nú væri rétti tíminn til að opna sig. „Þetta er í raun sagan hans Ozzy og ég er svo stolt af honum.“ View this post on InstagramThanks to @loveleorescue our family just gained another adorable dependent. @dinoisadog is a magic puppy. Our other dog Texas doesn’t see it. A post shared by LAKE BELL (@lakebell) on Jul 1, 2019 at 8:26pm PDT
Börn og uppeldi Hollywood Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira