Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Ari Brynjólfsson skrifar 27. júlí 2019 07:30 Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. Vísir/valgarður „Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira