Körfubolti

Collin farinn frá Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Collin hefur leikið hér á landi síðan 2013.
Collin hefur leikið hér á landi síðan 2013. vísir/vilhelm

Collin Pryor hefur yfirgefið deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar eftir tvö ár í herbúðum liðsins.

Collin, sem er 29 ára, kom til Stjörnunnar frá Fjölni 2017. Hann lék með Fjölni í tvö ár en þar áður var hann hjá FSu.

Collin fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra og hefur leikið fjóra landsleiki.

Á síðasta tímabili var Collin með 10,5 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik.

Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari en féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.




Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.