Viðskipti innlent

Tölvutek verður dótturfélag Origo

Andri Eysteinsson skrifar
Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla.
Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla. Vísir/Egill

Verslunin Tölvutek, sem hætti starfsemi fyrr í sumar mun taka til starfa að nýju með breyttu sniði á næstunni. Nýtt félag verður dótturfélag Origo og koma nokkrir starfsmanna hins gamla Tölvuteks að verkefninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Origo. Þar segir að stefnt sé að opnun Tölvuteks á tveimur stöðum, Reykjavík og Akureyri, en Tölvutek sáluga hafði einmitt útibú í þeim tveimur bæjarfélögum.

Í tilkynningunni á vef Origo segir:

„Tölvutek í nýrri mynd mun einbeita sér að sölu á búnaði og lausnum til einstaklinga og heimila. Fyrirtækið mun meðal annars bjóða Lenovo tölvur fyrir einstaklingsmarkað auk tölvubúnaðs frá öðrum þekktum vörumerkjum. Origo mun einbeita sér að sölu og markaðssetningu á Lenovo tölvum og tengdum búnaði til fyrirtækja og stofnana.“


Tengdar fréttir

Tölvutek gjaldþrota

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á beiðni stjórnar Tölvuteks ehf, sem rak samnefnda verslun við Hallarmúla í Reykjavík og á Akureyri, að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki

Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.