Rafíþróttir

Ármann, Rafíþróttaskólinn og G-Zero Gaming í samstarf

Andri Eysteinsson skrifar
Frá undirritun samninga
Frá undirritun samninga Mynd/Aðsend

Glímufélagið Ármann, Rafíþróttaskólinn og G-Zero Gaming hafa gert með sér samning um uppbyggingu á Rafíþróttadeild innan Ármanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samningsaðilum.

Einblínt verður á barna- og unglingastarf fyrst um sinn með því markmiði að finna bestu mögulegu nálgunina til að skila árangursríku starfi sem hentar öllum áhugamönnum og tölvuleiki og rafíþróttir.
Boðið verður upp á námskeið með áherslu á Fortnite strax í haust.

Kynningarfundir um Rafíþróttadeild Ármanns verða haldnir í lok ágúst á G-Zero Gaming við Grensásveg.

G-Zero Gaming, sem býður upp á 82 fullkomnar PC-leikjatölvur í aðstöðu sinni við Grensásveg, býður nýja iðkendur sem á vegum Ármanns ætla að leggja rafíþróttir fyrir sig undir leiðsögn Rafíþróttaskólans, hjartanlega velkomin, eftir því sem segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.