Handbolti

Eva Björk til silfurliðsins í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Björk hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár.
Eva Björk hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/vilhelm

Eva Björk Davíðsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir eins árs samning við Skuru í Svíþjóð.


Á síðasta tímabili varð Skuru deildarmeistari og komst í úrslit um sænska meistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Sävehof, 3-0.

Eva Björk kemur til Skuru frá Ajax Köbenhavn í Danmörku sem hún lék með í tvö ár. Þar áður lék leikstjórnandinn með Sola í Noregi.

Eva Björk, sem er 25 ára, lék með Gróttu hér á landi og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu.

Hún hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.