Handbolti

Eva Björk til silfurliðsins í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Björk hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár.
Eva Björk hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/vilhelm
Eva Björk Davíðsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir eins árs samning við Skuru í Svíþjóð.



Á síðasta tímabili varð Skuru deildarmeistari og komst í úrslit um sænska meistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Sävehof, 3-0.

Eva Björk kemur til Skuru frá Ajax Köbenhavn í Danmörku sem hún lék með í tvö ár. Þar áður lék leikstjórnandinn með Sola í Noregi.

Eva Björk, sem er 25 ára, lék með Gróttu hér á landi og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu.

Hún hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×