Körfubolti

Slakur síðari hálfleikur kostaði U20-strákanna sigurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson gerði sautján stig í kvöld.
Hilmar Smári Henningsson gerði sautján stig í kvöld. vísir/bára
Íslenska stráka landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði fyrsta leik sínum í B-deild Evrópumótsins í kvöld er liðið tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 79-74.Strákarnir virtust klárir í slaginn því þeir léku fyrsta leikhlutann glimrandi vel. Þeir voru fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 28-14, og leiddu í hálfleik 41-27.Hvít-Rússarnir mættu þó öflugir inn í þriðja leikhlutann og strákarnir slökuðu á í varnarleiknum. Hitti Hvít-Rússana var gífurleg og þeir náðu hægt og rólega að koma sér inn í leikinn.Þeir reyndust svo að endingu sterkari þrátt fyrir áhlaup strákanna okkar í síðasta leikhlutanum og lokatölur urðu fimm stiga sigur Hvíta-Rússlands, 79-74.Hilmar Pétursson var stigahæstur í liði Íslands með tuttugu stig. Uppeldisbróðir hans úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson, kom næstur með sautján stig og KR-ingurinn Orri Hilmarsson gerði þrettán.Næsti leikur strákanna er strax á morgun er liðið mætir Írlandi og sunnudaginn bíður leikur gegn Rússlandi.Stigaskor Íslands: Hilmar Pétursson 20, Hilmar Smári Henningsson 17, Orri Hilmarsson 13, Bjarni Jónsson 9, Gabríel Sindri Möller 4, Arnór Sveinsson 4, Hlynur Logi Ingólfsson 3, Egill Agnar Októsson 2, Einar Gísli Gíslason 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.