Hamilton vann sögulegan sigur á Silverstone Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2019 14:45 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins í Formúlu 1. vísir/getty Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli, Silverstone, í tíundu keppni ársins í Formúlu 1. Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.F1- Most wins at the GP of Great Britain 6 - @LewisHamilton (+1) 5 - Jim Clark 5 - Alain Prost#BritishGP#F1 — Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019 Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár. Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.LAP 44/52 Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5 — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Bretland England Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli, Silverstone, í tíundu keppni ársins í Formúlu 1. Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.F1- Most wins at the GP of Great Britain 6 - @LewisHamilton (+1) 5 - Jim Clark 5 - Alain Prost#BritishGP#F1 — Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019 Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár. Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.LAP 44/52 Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5 — Formula 1 (@F1) July 14, 2019
Bretland England Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira