Hanna Guðrún tekur eitt tímabil enn og Sólveig Lára og Elena semja líka við Stjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 15:45 Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Vísir/Vilhelm Kvennalið Stjörnunnar hefur samið við þrjá öfluga leikmenn fyrir næsta tímabil í Olís deildinni í handbolta. Leikmennirnir sem hafa samið eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Elena Birgisdóttir. Stjarnan segir frá þessum samningum inn á fésbókarsíðu sinni. Hanna Guðrún er hornamaður, Sólveig Lára er örvhent skytta og Elena er línumaður. Hanna Guðrún spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabil en hinar tvær eru að koma til baka. Sólveig Lára Kjærnested er að koma til baka úr barnsburðarleyfi en Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili. Hanna Guðrún Stefánsdóttir er reyndasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna frá upphafi en hún er að hefja sitt 24. tímabil í efstu deild á Íslandi. Hanna Guðrún hefur spilað yfir 420 deildarleiki og er búin að spila á öllum tímabilum frá 1995/96 nema 2003/04 þegar hún spilaði erlendis. Hún er orðin fertug en ætlar að taka eitt tímabil í viðbót. „Hanna er fyrirmynd allra yngri leikmanna, er prúð á velli en lætur verkin tala. Hún gefst aldrei upp og alltaf er hægt að treysta á kraft og sigurvilja hjá Ungfrú Handbolta, segir um Hönnu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Sólveig Lára Kjærnested spilaði ekkert með Stjörnunni á síðasta tímabili þar sem hún var ófrísk. Sólveig Lára er einnig gríðarlega reynslumikill leikmaður. „Sólveig Lára er leikmaður sem allir mótherjar hræðast, enda hefur hún skilið þær margar skólausar eftir sínar frægu fintur. Öll góð lið þurfa að hafa leikmann eins og Sólveigu, þar sem tækni, styrkur og barátta smella saman. Hún er í miklum metum hjá meðspilurum sínum, hvort sem það hefur verið hjá Stjörnunni eða landsliði. Enda ein af okkar allra bestu, innan sem utan vallar, segir um Sólveigu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili með góðum árangri enda öflugur línumaður en hún hafði áður spilað með Garðarbæjarliðinu. „Elena er skemmtileg og traustur liðsfélagi með stórt Stjörnu-hjarta. Enda á hún góðar minningar í Garðabænum þar sem hún hefur lyft nokkrum bikurum með liðinu. Elena hefur verið viðloðandi A-Landslið Íslands og stefnir hátt á komandi árum,“ segir um Elenu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar hefur samið við þrjá öfluga leikmenn fyrir næsta tímabil í Olís deildinni í handbolta. Leikmennirnir sem hafa samið eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Elena Birgisdóttir. Stjarnan segir frá þessum samningum inn á fésbókarsíðu sinni. Hanna Guðrún er hornamaður, Sólveig Lára er örvhent skytta og Elena er línumaður. Hanna Guðrún spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabil en hinar tvær eru að koma til baka. Sólveig Lára Kjærnested er að koma til baka úr barnsburðarleyfi en Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili. Hanna Guðrún Stefánsdóttir er reyndasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna frá upphafi en hún er að hefja sitt 24. tímabil í efstu deild á Íslandi. Hanna Guðrún hefur spilað yfir 420 deildarleiki og er búin að spila á öllum tímabilum frá 1995/96 nema 2003/04 þegar hún spilaði erlendis. Hún er orðin fertug en ætlar að taka eitt tímabil í viðbót. „Hanna er fyrirmynd allra yngri leikmanna, er prúð á velli en lætur verkin tala. Hún gefst aldrei upp og alltaf er hægt að treysta á kraft og sigurvilja hjá Ungfrú Handbolta, segir um Hönnu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Sólveig Lára Kjærnested spilaði ekkert með Stjörnunni á síðasta tímabili þar sem hún var ófrísk. Sólveig Lára er einnig gríðarlega reynslumikill leikmaður. „Sólveig Lára er leikmaður sem allir mótherjar hræðast, enda hefur hún skilið þær margar skólausar eftir sínar frægu fintur. Öll góð lið þurfa að hafa leikmann eins og Sólveigu, þar sem tækni, styrkur og barátta smella saman. Hún er í miklum metum hjá meðspilurum sínum, hvort sem það hefur verið hjá Stjörnunni eða landsliði. Enda ein af okkar allra bestu, innan sem utan vallar, segir um Sólveigu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili með góðum árangri enda öflugur línumaður en hún hafði áður spilað með Garðarbæjarliðinu. „Elena er skemmtileg og traustur liðsfélagi með stórt Stjörnu-hjarta. Enda á hún góðar minningar í Garðabænum þar sem hún hefur lyft nokkrum bikurum með liðinu. Elena hefur verið viðloðandi A-Landslið Íslands og stefnir hátt á komandi árum,“ segir um Elenu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira