Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs.
Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs. Fréttablaðið/Valli

„Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.

Jóhanna tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Í gær var einnig kynnt að Gústaf Bjarnason yrði auglýsingastjóri félagsins og Kristín Björg Árnadóttir fjármálastjóri.

Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Torgs að jafnframt hafi Ingibjörg Stefanía tekið við sem stjórnarformaður félagsins og að með henni í stórn sitji Helgi Magnússon fjárfestir. Nýlega var sagt frá kaupum Helga á helmingshlut í Torgi sem gefur út Fréttablaðið, Markaðinn og tímaritið Glamour. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru meðal annars frettabladid.is, og glamour.is. Hjá félaginu starfa um eitt hundrað manns.

Jóhanna Helga hefur starfað hjá Torgi og áður 365 miðlum frá árinu 2016. Á árunum 2014-16 veitti hún forstöðu verkefnastofu hjá Reiknistofu bankanna. Áður var hún hjá Símanum eða frá árinu 2004 í hinum ýmsu störfum, en lengst af sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands vorið 2017 og diploma í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010.

Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjármálastjóri Torgs, hefur undanfarin ár starfað við ýmis fjármálatengd verkefni, nú síðast hjá Skaginn 3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason, nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2015 sem verkefnastjóri á auglýsingadeild Fréttablaðsins. Á árunum 2006-2012 starfaði hann á söludeild Bylgjunnar. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.