Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs.
Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs. Fréttablaðið/Valli
„Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.Jóhanna tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Í gær var einnig kynnt að Gústaf Bjarnason yrði auglýsingastjóri félagsins og Kristín Björg Árnadóttir fjármálastjóri.Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Torgs að jafnframt hafi Ingibjörg Stefanía tekið við sem stjórnarformaður félagsins og að með henni í stórn sitji Helgi Magnússon fjárfestir. Nýlega var sagt frá kaupum Helga á helmingshlut í Torgi sem gefur út Fréttablaðið, Markaðinn og tímaritið Glamour. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru meðal annars frettabladid.is, og glamour.is. Hjá félaginu starfa um eitt hundrað manns.Jóhanna Helga hefur starfað hjá Torgi og áður 365 miðlum frá árinu 2016. Á árunum 2014-16 veitti hún forstöðu verkefnastofu hjá Reiknistofu bankanna. Áður var hún hjá Símanum eða frá árinu 2004 í hinum ýmsu störfum, en lengst af sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands vorið 2017 og diploma í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010.Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjármálastjóri Torgs, hefur undanfarin ár starfað við ýmis fjármálatengd verkefni, nú síðast hjá Skaginn 3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason, nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2015 sem verkefnastjóri á auglýsingadeild Fréttablaðsins. Á árunum 2006-2012 starfaði hann á söludeild Bylgjunnar. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,31
17
596.829
ICEAIR
2,61
9
6.646
ICESEA
2,01
2
4.834
BRIM
1,7
3
23.042
ARION
0,94
8
106.188

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,77
14
106.756
REITIR
-1,74
12
63.780
MAREL
-1,17
38
376.941
SYN
-1,02
5
1.145
EIK
-0,96
10
156.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.