Helgi kaupir í Stoðum fyrir um tvö hundruð milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 17. júlí 2019 07:45 Helgi var á meðal þeirra sem keyptu hlut Arion í Stoðum. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu föstudaginn 28. júní síðastliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fininvest ehf. – í Stoðum fyrir samanlagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafnakona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu föstudaginn 28. júní síðastliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fininvest ehf. – í Stoðum fyrir samanlagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafnakona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira