Viðskipti innlent

Sumargestum Jarðbaðanna fækkar um sjö prósent

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Frá jarðböðunum.
Frá jarðböðunum.

Aðsókn í Jarðböðin á Mývatni dróst saman um tæp 7 prósent í júní og það sem af er júlí miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta segir Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna, í samtali við Markaðinn. Hann segir að aðsóknin á fyrri árshelmingi hafi verið svipuð og á sama helmingi síðasta árs en þó gæti örlítillar fækkunar.

Í fyrra lögðu alls 210 þúsund manns leið sína í Jarðböðin. Hagnaður félagsins nam 313 milljónum króna og jókst lítillega á milli ára en hann nam 294 milljónum á árinu 2017. Heildarvelta félagsins jókst um 100 milljónir en hún nam 922 milljónum króna samanborið við 821 milljón króna á árinu 2017.

Stærstu hluthafarnir í Jarðböðunum eru fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er aðallega í eigu KEA, Íslenskar heilsulindir, sem er dótturfélag Bláa lónsins, og Landsvirkjun. Í árslok 2018 voru Jarðböðin metin á um 4,6 milljarða króna í bókum Tækifæris sem fer með 43,8 prósenta hlut. Í upphafi árs 2018 voru hluthafar í félaginu 74 en 68 í lok árs.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.