Körfubolti

Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul lék með Houston Rockets á síðasta tímabili og var með 15,6 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann fékk 4,5 milljarða íslenskra króna en fær mun meira fyrir næstu tímabil.
Chris Paul lék með Houston Rockets á síðasta tímabili og var með 15,6 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann fékk 4,5 milljarða íslenskra króna en fær mun meira fyrir næstu tímabil. Getty/Tim Warner
Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri.

Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér.

Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri.

Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.





Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari.

Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu.

Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst.

Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22.

Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22.  Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×