Körfubolti

Fyrrverandi stigakóngur Domino's deildarinnar til Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Whitfeld var með 29,4 stig að meðaltali í leik með Skallagrími tímabilið 2016-17.
Whitfeld var með 29,4 stig að meðaltali í leik með Skallagrími tímabilið 2016-17. vísir/ernir

Haukar hafa samið við Bandaríkjamanninn Flenard Whitfield um að leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta á næsta tímabili.

Whitfield þekkir vel til á Íslandi en hann lék með Skallagrími tímabilið 2016-17 og var þá stigahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Auk þess var hann næstfrákastahæstur í deildinni.

Tímabilið 2016-17 var Whitfield með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 55% skotnýtingu inni í teig og 36% utan hans.

Síðan Whitfield hélt af landi brott hefur hann leikið í Kanada og Finnlandi. Hann var í lykilhlutverki hjá Karhu sem varð finnskur meistari vorið 2018.

Haukar enduðu í 10. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og komust ekki í úrslitakeppnina.

Eftir tímabilið hætti Ívar Ásgrímsson sem þjálfari Hauka. Við starfi hans tók Israel Martin, fyrrverandi þjálfari Tindastóls.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.