Körfubolti

Stjörnufans í Staples Center

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Í morgun bárust þær fregnir frá NBA-véfréttinni Adrian Wojnarowski að Kawhi Leonard og Paul George væru á leið til Los Angeles Clippers.Fjórar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar leika því með Los Angeles liðunum, Clippers og Lakers, á næsta tímabili.Fyrr í sumar fór Anthony Davis frá New Orleans Pelicans til Lakers þar sem hann mun leika með LeBron James.Síðustu daga hefur verið beðið eftir því að Leonard tæki ákvörðun um framtíð sína. Hann varð meistari með Toronto Raptors á síðasta tímabili og liðið vildi að sjálfsögðu halda honum.Lakers hafði einnig mikinn áhuga á Leonard en samkvæmt Wojnarowski vildi hann ekki vera hluti af ofurliði hjá Lakers ásamt Davis og James. Þess í stað vildi Leonard fara til Clippers, að því gefnu að félaginu tækist að landa George.Og það tókst. Í staðinn fyrir George fékk Oklahoma City Thunder slatta af valréttum í nýliðavölum næstu ára auk leikstjórnandans Shais Gilgeous-Alexander og framherjans Danilos Gallinari.Eftir tíðindi dagsins er Clippers liða líklegast til að verða NBA-meistari samkvæmt veðbönkum. Þar á eftir kemur Lakers.Hvað svo sem gerist næsta vor er ljóst að það verður sannkallaður stjörnufans í Staples Center, höllinni sem Clippers og Lakers deila, á næsta tímabili.

NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.