Körfubolti

Frakkland í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þær frönsku fagna.
Þær frönsku fagna. vísir/getty

Frakkland er komið í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í körfubolta en fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Belgrade í dag. Frakkar unnu þá sigur á Bretlandi, 63-56.

Bretarnir byrjuðu vel og voru 16-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 34-34.

Í síðari hálfleik voru Frakkarnir ívið sterkari. Þær frönsku náðu upp forskoti í þriðja leikhlutanum sem þær létu aldrei af hendi og unnu að lokum sjö stiga sigur, 63-56.

Marine Johannès var stigahæst í liði Frakka en hún skoraði 20 stig. Að auki tók hún fjögur fráköst en í liði Bretlands var það Rachael Vanderwal sem var stigahæst með tólf stig.

Frakkarnir mæta því annað hvort Spáni eða Serbíu í úrslitaleiknum sem fer fram annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.