Körfubolti

Spánn hafði betur gegn gestgjöfunum og mæta Frökkum í úrslitaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þær spænsku fagna.
Þær spænsku fagna. vísir/getty

Spánn er komið í úrslitaleikinn á HM kvenna eftir sigur á gestgjöfunum í Serbíu í undanúrslitaleiknum, 71-66.

Spánn var sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn í hálfleik var þó ekki nema sjö stig, 37-30.

Munurinn var áfram svipaður í þriðja leikhlutanum en frábær Serbíu kom þeim aftur inn í leikinn. Þær komust yfir meðal annars en Spánverjarnir reyndust sterkari og höfðu betur, 71-66..

Spánverjar eru því komnir í úrslitaleikinn. Þar mæta þar Frakklandi en Serbía, á heimavelli, mætir Bretlandi í leiknum um þriðja sætið á morgun.

Astou Ndour var stigahæst í liði Spánverja með sautján stig en Anna Cruz gerði fjórtán stig. Jelena Brooks var stigahæst hjá Serbíu með sautján stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.