Golf

Hættir við þátttöku á Opna breska því hann má ekki nota golfbíl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daly á golfbílnum.
Daly á golfbílnum. vísir/getty
John Daly er hættur við þátttöku á Opna breska meistaramótinu í golfi eftir að honum var meinað að nota golfbíl.Hinn skrautlegi Daly glímir við hnémeiðsli og notaði golfbíl á PGA meistaramótinu í maí.Það er hins vegar ekki í boði á Opna breska. Daly ætlaði fyrst að harka af sér og taka þátt en hætti svo við. Sæti hans á Opna breska tekur Kevin Streelman.Daly, sem er 53 ára, hrósaði sigri á Opna breska árið 1995.Í fyrsta sinn í 68 ár fer Opna breska fram í Portrush á Norður-Írlandi. Ítalinn Francesco Molinari á titil að verja.Opna breska fer fram dagana 18.-21. júlí næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.