Golf

Hættir við þátttöku á Opna breska því hann má ekki nota golfbíl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daly á golfbílnum.
Daly á golfbílnum. vísir/getty

John Daly er hættur við þátttöku á Opna breska meistaramótinu í golfi eftir að honum var meinað að nota golfbíl.

Hinn skrautlegi Daly glímir við hnémeiðsli og notaði golfbíl á PGA meistaramótinu í maí.

Það er hins vegar ekki í boði á Opna breska. Daly ætlaði fyrst að harka af sér og taka þátt en hætti svo við. Sæti hans á Opna breska tekur Kevin Streelman.

Daly, sem er 53 ára, hrósaði sigri á Opna breska árið 1995.

Í fyrsta sinn í 68 ár fer Opna breska fram í Portrush á Norður-Írlandi. Ítalinn Francesco Molinari á titil að verja.

Opna breska fer fram dagana 18.-21. júlí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.