Körfubolti

Dani úr Garðabænum í KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dani Rodriguez.
Dani Rodriguez. vísir/ernir

Kvennalið KR í körfubolta fékk mikinn liðsstyrk í dag er hin magnaða Dani Rodriguez samdi við félagið.

Hún kemur til KR frá Stjörnunni. Þar sem Stjarnan hefur ákveðið að draga kvennalið sitt úr Dominos-deild kvenna þurfti Dani að leita á önnur mið og fór í KR þar sem liðið ætlar sér stóra hluti.

Dani dró Stjörnuvagninn með stæl síðasta vetur. Var með 25,5 stig, 10,9 fráköst og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikið hún á eftir að styrkja lið KR.

„Þar sem Stjarnan dróg kvennaliðið úr deildinni ákvað ég að spila með KR á næsta tímabili eftir að félagið sýndi mér áhuga. Ég er virkilega spennt að spila mitt fjórða tímabil á Íslandi með KR. Ég hef verið í kringum leikmannahópinn áður, Benna þjálfara og fólkið í starfinu hjá KR og veit að mér á eftir að líða eins og heima hjá mér. ÁFRAM KR,“ sagði Dani í stuttu spjalli við heimasíðu KR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.