Körfubolti

Dani úr Garðabænum í KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dani Rodriguez.
Dani Rodriguez. vísir/ernir
Kvennalið KR í körfubolta fékk mikinn liðsstyrk í dag er hin magnaða Dani Rodriguez samdi við félagið.Hún kemur til KR frá Stjörnunni. Þar sem Stjarnan hefur ákveðið að draga kvennalið sitt úr Dominos-deild kvenna þurfti Dani að leita á önnur mið og fór í KR þar sem liðið ætlar sér stóra hluti.Dani dró Stjörnuvagninn með stæl síðasta vetur. Var með 25,5 stig, 10,9 fráköst og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikið hún á eftir að styrkja lið KR.„Þar sem Stjarnan dróg kvennaliðið úr deildinni ákvað ég að spila með KR á næsta tímabili eftir að félagið sýndi mér áhuga. Ég er virkilega spennt að spila mitt fjórða tímabil á Íslandi með KR. Ég hef verið í kringum leikmannahópinn áður, Benna þjálfara og fólkið í starfinu hjá KR og veit að mér á eftir að líða eins og heima hjá mér. ÁFRAM KR,“ sagði Dani í stuttu spjalli við heimasíðu KR.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.