Viðskipti innlent

Hætta sölu DVD-diska

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO, segir dag DVD-disksins að kveldi kominn, að minnsta kosti innan veggja ELKO.
Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO, segir dag DVD-disksins að kveldi kominn, að minnsta kosti innan veggja ELKO.
Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu.Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska.„Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO.Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum.Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins.„Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
6,73
61
1.304.993
TM
4,61
19
329.264
REGINN
4,23
10
71.102
EIK
2,7
9
106.040
ARION
2,16
7
16.943

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-14,41
59
25.776
REITIR
-1,67
9
53.544
SIMINN
-0,29
13
230.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.