Hætta sölu DVD-diska Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 12:12 Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO, segir dag DVD-disksins að kveldi kominn, að minnsta kosti innan veggja ELKO. Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO. Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO.
Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira