Formúla 1

Sjötti sigur Hamilton staðreynd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Langbestur
Langbestur vísir/getty
Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir en hann vann í dag öruggan sigur í franska kappakstrinum. Mercedes menn geta verið ánægðir með dagsverkið því liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas, varð annar á meðan Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji.Hamilton var á ráspól og var sigurinn aldrei í hættu en Bretinn hefur nú unnið sex af fyrstu átta keppnum tímabilsins og allar líkur á að hann muni verja heimsmeistaratitilinn.Mercedes hefur sömuleiðis yfirburðastöðu í keppni framleiðenda enda hefur Bottas unnið keppnirnar tvær sem Hamilton tókst ekki að vinna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.