Formúla 1

Sjötti sigur Hamilton staðreynd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Langbestur
Langbestur vísir/getty

Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir en hann vann í dag öruggan sigur í franska kappakstrinum. 

Mercedes menn geta verið ánægðir með dagsverkið því liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas, varð annar á meðan Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji.

Hamilton var á ráspól og var sigurinn aldrei í hættu en Bretinn hefur nú unnið sex af fyrstu átta keppnum tímabilsins og allar líkur á að hann muni verja heimsmeistaratitilinn.

Mercedes hefur sömuleiðis yfirburðastöðu í keppni framleiðenda enda hefur Bottas unnið keppnirnar tvær sem Hamilton tókst ekki að vinna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.