Körfubolti

Martin og félagar ekki meistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði sjö stig í dag.
Martin skoraði sjö stig í dag. vísir/getty

Bayern München varð í dag þýskur meistari í körfubolta karla eftir sigur á Alba Berlin, 93-88, á heimavelli.

Bayern vann einvígi liðanna 3-0 og varð Þýskalandsmeistari annað árið í röð.

Martin Hermannsson skoraði sjö stig í leiknum í dag. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit.

Martin tók einnig eitt frákast og stal boltanum í tvígang. Hann hitti úr þremur af fimm skotum sínum utan af velli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.