Viðskipti innlent

Spá lægstu stýrivöxtum í átta ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Peningastefnunefnd tilkynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn. Þá kemur í ljós hvort spá Landsbankans gangi eftir.
Peningastefnunefnd tilkynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn. Þá kemur í ljós hvort spá Landsbankans gangi eftir. FBL/Valli

Hagsjá Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 0,25%. Nefndin tilkynnir ákvörðun sína á miðvikudagsmorgun.

Peningastefnunefnd lækkaði stýrivextina um, 0,5 prósentustig þann 22. maí síðastliðinn og eru meginvextir á sjö daga bundnum lánum bankans nú 4%. Gangi spá Hagsjár eftir verða þeir 3,75%. Þeir hafa ekki verið lægri síðan í júní 2011. Hæstir urðu þeir 5,75% árið 2016. Nánar má kynna sér þróunina á vef Seðlabankans.

„Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega á síðustu mánuðum. Lækkunina má vafalaust að stórum hluta rekja til hóflegri kjarasamninga en margir óttuðust í apríl síðastliðnum,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

„Lægri verðbólguvæntingar gera Seðlabankanum kleift að ná verðbólgumarkmiði sínu með lægra vaxtastigi en ella og mun peningastefnunefnd eflaust horfa til þess við vaxtaákvörðunina nú í vikunni. Við spáum því að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.