Viðskipti erlent

Segir að engin gögn bendi til afskipta Rússa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Engin sönnunargögn, segir Clegg.
Engin sönnunargögn, segir Clegg. Nordicphotos/Getty
Engin sönnunargögn benda til þess að utanaðkomandi aðilar á borð við rússnesk stjórnvöld hafi nýtt sér samfélagsmiðilinn Face­book til þess að hafa óeðlileg afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu sumarið 2016. Þetta sagði Nick Clegg, samskiptastjóri Face­book og fyrrverandi varaforsætisráðherra Breta, í gær.

Að sögn Cleggs hefur Facebook tvisvar tekið hugmyndir um afskipti Rússa af atkvæðagreiðslunni sérstaklega til skoðunar. Sú greining hefur ekki skilað neinum gögnum sem renna stoðum undir þá kenningu, að sögn Bretans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×