Giannis valinn bestur | Sjáðu hjartnæma ræðu hans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 07:38 Giannis með tárin í augunum í nótt. vísir/getty Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira