Taconic Capital bætir enn við sig í Kaupþingi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 08:00 Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital. Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent