Handbolti

Strákarnir okkar spila við Svía í október

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Teitur Örn Einarsson fær að spila landsleik á heimavelli sínum í Svíþjóð.
Teitur Örn Einarsson fær að spila landsleik á heimavelli sínum í Svíþjóð. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er á leið á EM í janúar og hluti af undirbúningi fyrir mótið verða tveir landsleikir gegn Svíum í október.

Þann 25. október munu liðin mætast í Kristianstad og tveimur dögum síðar spila liðin í Karlskrona. Ólafur Guðmundsson, Teitur Örn Einarsson og Arnar Freyr Arnarsson voru allir í liði Kristianstad í fyrra og verða því á heimavelli.

„Ísland er hörkuandstæðingur og við verðum að spila vel til þess að hafa betur gegn þeim. Þetta eru einu leikirnir sem ég hef til þess að skoða menn áður en ég vel EM-hópinn og því mun ég gefa mörgum leikmönnum tækifæri í þessum leikjum,“ sagði Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía.

EM 2020 fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Mótið hefst þann 9. janúar. Svíar munu spila í Gautaborg og svo í Malmö ef þeir komast upp úr riðlinum.

Dregið verður í riðla fyrir EM í Vín á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×