Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2019 18:30 Kawhi Leonard í leik á móti Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA 2019. Getty/Kyle Terada-Pool Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019 NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira