Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. júní 2019 06:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu. „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslandspósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspurður hvaða þýðingu skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignarhaldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verðlagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóstþjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á samkeppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu. „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslandspósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspurður hvaða þýðingu skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignarhaldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verðlagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóstþjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á samkeppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00
Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent