Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir Kanadakappaksturinn | Farið yfir refsinguna umdeildu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vettel vildi meina að hann hefði átt að vinna Kanadakappaksturinn.
Vettel vildi meina að hann hefði átt að vinna Kanadakappaksturinn. vísir/getty

Lewis Hamilton á Mercedes bar sigur úr býtum í sjöundu keppni ársins í Formúlu 1 sem fór fram í Kanada í gær.

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark en fékk fimm sekúndna refsingu og datt því niður í 2. sætið. Sá þýski var afar ósáttur með refsinguna og ætlar Ferrari að áfrýja henni.

Samherji Vettels hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð þriðji og Valtteri Bottas á Mercedes fjórði.

Hamilton hefur unnið þrjár keppnir í röð og fimm af sjö keppnum tímabilsins. Bottas vann hinar tvær og Mercedes hefur því hrósað sigri í öllum keppnum ársins.

Hamilton er með forystu keppni ökuþóra. Hann er með 162 stig en Bottas er annar með 133 stig. Vettel er í 3. sætinu með 100 stig. Mercedes er með yfirburðaforystu í keppni bílasmiða.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir kappaksturinn í Kanada á Stöð 2 Sport í gær, þ.á.m. refsinguna umdeildu, en uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.