Tónlist

Nýtt myndband frá ROKKY skotið á yfirgefnu hóteli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
ROKKY kemur fram á Secret Solstice.
ROKKY kemur fram á Secret Solstice. Vigdís Erla Guttormsdóttir

Tónlistarkonan ROKKY sendi á dögunum frá sér smáskífuna deux. Margrét Seema Takyar leikstýrði og sá um kvikmyndatöku tónlistarmyndbandsins við lagið sem kom út um helgina. Myndbandið var tekið upp í yfirgefnu hóteli í Reykjavík, gamla Oddsson. Hótelið skapar einstaka leikmynd í myndbandinu sem leikur stórt hlutverk í sögunni sem er sögð, að því er segir í tilkynningu.

„Ég vissi að mig langaði til að gera vídeó með ROKKY um leið og ég heyrði lagið hennar MY LIPS. ROKKY er með eitthvað nýtt sound og þennan ‘it factor’. Það að fá svona tryllt lag upp í hendurnar og frelsi til að búa til nákvæmlega þann visual sem maður vill til að túlka lag og listamann er náttúrulega geggjað. Svo var heppnin okkur mjög hliðholl varðandi tökustað og -teymi,“ segir Margrét Seema.

ROKKY stimplaði sig rækilega inn með smáskífu sinni, My Lips síðastliðið haust. Eftir að hafa böskað á götum Berlínarborgar í eitt ár og unnið samhliða því að elektrónískum popplögum valdi tískufyrirtækið Esprit lagið í auglýsingu. Í kjölfarið gaf hún smáskífuna út sjálf. Hún gefur út undir eigin merkjum á Íslandi en gerði útgáfusamning við New York fyrirtækið +1 Records sem sér um að gefa út og dreifa annars staðar í heiminum.

ROKKY segir að það hafi verið ótrúlega gaman að vinna vídeóið með Margréti.

„Hún er með frábæra nálgun og mikla hæfileika. Þetta var alveg æðislegt samstarf og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna.“

ROKKY heldur tónleika í Berlín 14. júní og 20.júlí og kemur fram á Secret Solstice í Reykjavík 21. og 22. júní.


Tengdar fréttir

Frá böski yfir í danssmell

Tónlistarkonan Rokky gefur út sitt fyrsta lag í dag og ætlar af því tilefni að snúa aftur til róta sinna með því að böska fyrir utan Dillon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.