Golf

Guðmundur Ágúst sigurvegari eftir bráðabana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. vísir/GVA

Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann PGA Championship mótið á Nordic Tour mótaröðinni í golfi í dag eftir bráðabana.

Guðmundur fór hringina þrjá í mótinu á níu höggum undir pari eins og Daninn Christian Christiansen og því þurfti bráðabana til þess að skera út um sigurvegara á mótinu.

Þar hafði Guðmundur betur. Eftir að hafa farið 18. brautina þrisvar voru þeir enn jafnir og fresta þurfti bráðabananum vegna þrumuveðurs. Það tókst ekki að klára bráðabanann og því deila Guðmundur og Christiansen sigrinum.

Þetta var annar sigur Guðmundar á mótaröðinni og þarf hann því aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson spiluðu einnig á mótinu. Haraldur varð áttundi en Andri varð 35. eftir erfiðan lokahring.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.