Segir góða fasteign á góðum stað á Spáni standa vel fyrir sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 10:30 Fasteignasali sem selt hefur fasteignir á Spáni í um 20 ár segir bæði tímasetningu og staðsetningu skipta máli þegar velja skal eign. vísir/getty Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Spánareignum, kveðst sammála Ómari Sigurðssyni, skipstjóra, varðandi það að nauðsynlegt sé að skoða vel og kanna allar aðstæður vel áður en fest eru kaup á fasteign á Spáni. Hún sé hins vegar ekki sammála því að nýjar eignir verðfalli um 20 prósent strax við afhendingu, eins og Ómar sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær og fjallað var um á Vísi í morgun. Rætt var við Aðalheiði í Bítinu í morgun. Hún segir að það geti átt við í einstaka tilfellum að eign falli í verði en það sé ekki almenna reglan. „Almenna reglan er sú að ef maður velur góða fasteign á góðum stað þá stendur hún vel fyrir sínu til lengri tíma,“ segir Aðalheiður. Staðsetning skipti máli en líka tímasetning, hvenær maður kaupir og hvernig markaðurinn er.Algengt að taka 50 til 60 prósent lán Aðalheiður hefur verið að selja fasteignir á Spáni í um 20 ár og segir að í dag sjái hún að fólk vilji eiga meira í eigninni en áður var. „Það er algengt að fólk sé að taka 50 til 60 prósent lán ef það er að taka lán á annað borð. Ef eignin er á góðum stað og jafnvel leigð út að hluta þá er þetta bara góð fjárfesting því þá stendur eignin vel undir sínu og fyrir afborgunum. En ég vil ítreka að það er náttúrulega mjög mikilvægt að undirbúa kaupin vel, skoða vel svæðið, eignir, finna út hvað hentar best,“ segir Aðalheiður. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk farið í skoðunarferðir undir einhverri pressu um að það verði að kaupa heldur gefi sér góðan tíma. Aðalheiður segir að fólk komi jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kaupi eign. Það þurfi að vanda valið vel.„Ströndin er alltaf á sínum stað“ Aðspurð segir hún að svæði á Spáni fari ekki fyrr úr tísku heldur en hér á landi. „Nei, alls ekki. Ströndin er alltaf á sínum stað og verslunarmiðstöðvar og þjónustukjarnar. Ef fólk passar vel upp á að vera vel staðsett og nálægt því sem það vill sækja þá er þetta undantekningalítið góð fjárfesting, sérstaklega ef eignirnar eru vel byggðar og vel skipulagðar þá er þetta eitthvað sem stendur alltaf fyrir sínu. Fasteignir eru í eðli sínu langtímafjárfesting þannig að heilt á litið er ég ekki sammála þessu með þessi 20 prósent,“ segir Aðalheiður. Þá bendir hún á að rekstrarkostnaður á fasteign á Spáni sé minni á Íslandi. Vissulega geti kostnaður fari upp ef fólk er að bruðla mikið með vatn og rafmagn en yfirleitt sé þessi kostnaður ekki íþyngjandi og lægri en við meðalsumarhús á Íslandi. Varðandi eldri eign eða nýja segir Aðalheiður að það geti verið ágætt að kaupa eldri eignir og það geti átt vel við í einstaka tilfellum. „En flestir sem eru að kaupa í dag vilja ekki kalla yfir sig mikið viðhald og endurbætur og þegar upp er staðið þá gleymist nú oft að taka inn í það kostnaðinn og vinnuna. Þannig að það er oft ekkert hagstæðara þegar upp er staðið,“ segir Aðalheiður. Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Spánareignum, kveðst sammála Ómari Sigurðssyni, skipstjóra, varðandi það að nauðsynlegt sé að skoða vel og kanna allar aðstæður vel áður en fest eru kaup á fasteign á Spáni. Hún sé hins vegar ekki sammála því að nýjar eignir verðfalli um 20 prósent strax við afhendingu, eins og Ómar sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær og fjallað var um á Vísi í morgun. Rætt var við Aðalheiði í Bítinu í morgun. Hún segir að það geti átt við í einstaka tilfellum að eign falli í verði en það sé ekki almenna reglan. „Almenna reglan er sú að ef maður velur góða fasteign á góðum stað þá stendur hún vel fyrir sínu til lengri tíma,“ segir Aðalheiður. Staðsetning skipti máli en líka tímasetning, hvenær maður kaupir og hvernig markaðurinn er.Algengt að taka 50 til 60 prósent lán Aðalheiður hefur verið að selja fasteignir á Spáni í um 20 ár og segir að í dag sjái hún að fólk vilji eiga meira í eigninni en áður var. „Það er algengt að fólk sé að taka 50 til 60 prósent lán ef það er að taka lán á annað borð. Ef eignin er á góðum stað og jafnvel leigð út að hluta þá er þetta bara góð fjárfesting því þá stendur eignin vel undir sínu og fyrir afborgunum. En ég vil ítreka að það er náttúrulega mjög mikilvægt að undirbúa kaupin vel, skoða vel svæðið, eignir, finna út hvað hentar best,“ segir Aðalheiður. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk farið í skoðunarferðir undir einhverri pressu um að það verði að kaupa heldur gefi sér góðan tíma. Aðalheiður segir að fólk komi jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kaupi eign. Það þurfi að vanda valið vel.„Ströndin er alltaf á sínum stað“ Aðspurð segir hún að svæði á Spáni fari ekki fyrr úr tísku heldur en hér á landi. „Nei, alls ekki. Ströndin er alltaf á sínum stað og verslunarmiðstöðvar og þjónustukjarnar. Ef fólk passar vel upp á að vera vel staðsett og nálægt því sem það vill sækja þá er þetta undantekningalítið góð fjárfesting, sérstaklega ef eignirnar eru vel byggðar og vel skipulagðar þá er þetta eitthvað sem stendur alltaf fyrir sínu. Fasteignir eru í eðli sínu langtímafjárfesting þannig að heilt á litið er ég ekki sammála þessu með þessi 20 prósent,“ segir Aðalheiður. Þá bendir hún á að rekstrarkostnaður á fasteign á Spáni sé minni á Íslandi. Vissulega geti kostnaður fari upp ef fólk er að bruðla mikið með vatn og rafmagn en yfirleitt sé þessi kostnaður ekki íþyngjandi og lægri en við meðalsumarhús á Íslandi. Varðandi eldri eign eða nýja segir Aðalheiður að það geti verið ágætt að kaupa eldri eignir og það geti átt vel við í einstaka tilfellum. „En flestir sem eru að kaupa í dag vilja ekki kalla yfir sig mikið viðhald og endurbætur og þegar upp er staðið þá gleymist nú oft að taka inn í það kostnaðinn og vinnuna. Þannig að það er oft ekkert hagstæðara þegar upp er staðið,“ segir Aðalheiður.
Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30