Handbolti

Veszprem spilar til úrslita

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Veszprem spilar til úrslita á morgun
Veszprem spilar til úrslita á morgun vísir/getty
Veszprem spilar til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir sigur á Kielce í undanúrslitunum í dag.Ungverska liðið vann 33-30 sigur en jafnt hafði verið með liðunum 13-13 í hálfleik.Veszprem byrjaði leikinn betur og komst í 4-0 áður en Kielce setti fyrsta markið á 7. mínútu leiksins. Kielce kom hins vegar til baka og jafnaði í 8-8 þegar langt var liðið á fyrri hálfleik.Veszprem tók yfirhöndina strax í upphafi seinni hálfleiks en Kielce var þó ekki langt á undan. Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik tók Veszprem á sprett og gerði fjögur mörk í röð, staðan orðin 22-18.Það forskot létu Ungverjarnir ekki eftir og fóru þeir að lokum með þriggja marka sigur.Veszprem mætir annað hvort Barcelona eða Vardar í úrslitaleiknum á morgun.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.