Handbolti

Aron fékk brons

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson vísir/Getty
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona fengu brons í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir sigur á Kielce í leiknum um þriðja sætið.Barcelona var með yfirhöndina í upphafi fyrri hálfleiks og var staðan 20-16 í hálfleik. Barcelona virtist vera með leikinn nokkuð þægilega í höndum sér, en það er ekki lengra en í gær síðan spænska liðið glutraði niður þægilegu forskoti.Í þetta skiptið hélt Barcelona í forskot sitt, þrátt fyrir að hafa verið með þremur mönnum færri í um mínútu seint í seinni hálfleik.Leiknum lauk með öruggum 40-35 sigri.Dika Mem átti stórleik fyrir Barcelona og skoraði 8 mörk. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr þremur tilraunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.