Viðskipti innlent

Lögðu ÍSAM til 800 milljónir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSAM.
Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSAM.
Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára.Annars vegar var um að ræða 500 milljóna króna hlutafjáraukningu og hins vegar 300 milljóna króna víkjandi lán frá systurfélagi. Slík lán eru ígildi eiginfjár. ÍSAM, sem á meðal annars Mylluna og er með umboð á borð við Ariel, Gillette, Duracell og Pampers, er í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur og fjölskyldu. Hermann Stefánsson var ráðinn forstjóri ÍSAM í október.Fjölskyldan keypti ÍSAM árið 2014 í gegnum eignarhaldsfélagið Kristin. Þau eru aðaleigendur Ísfélags Vestmannaeyja, eiga meirihluta í Odda og hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins.Tekjur ÍSAM jukust um 5 prósent á milli ára og námu 12,6 milljörðum króna árið 2018. Eigið fé félagsins var 1,9 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 23 prósent samanborið við 22 prósent árið áður.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.