Frægustu handaskipti Michael Jordan eiga 28 ára afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 21:30 Michael Jordan með bikarinn. Getty/Ken Levine Júní var góður mánuður fyrir körfuboltaferil Michael Jordan. Hann varð sex sinnum NBA-meistari í þessum sjötta mánuði ársins frá 1991 til 1998. Það er því hægt að rifja upp mörg skemmtileg og söguleg atvik tengdum Michael Jordan frá þessum tíma. Frægasta sniðskot Michael Jordan í lokaúrslitum NBA deildarinnar gerðist einmitt á þessum degi fyrir 28 árum eða 5. júní 1991. Michael Jordan var þá í sínum fyrstu lokaúrslitum á ferlinum og þetta var leikur tvö í einvíginu. Los Angeles Lakers hafði unnið leik eitt á heimavelli Chicago og Michael Jordan og félagar urðu því að vinna leik tvö sem var líka á þeirra heimavelli. Chicago vann þriðja leikhlutann með tólf stigum, 38-26, og Jordan kórónaði hann með frábærri og heimsfrægri körfu sem má sjá hér fyrir neðan.28 years ago today, Michael Jordan switched hands ... mid-air pic.twitter.com/CFTB9NiosD — SportsCenter (@SportsCenter) June 5, 2019Jordan talaði sjálfur um það að hann hafi óttast það að Sam Perkins myndi verja skotið sitt og tók því upp á því að skipta um hendi með eftirminnilegum hætti. Jordan var annars sjóðheitur í þessum leik en hann hitti úr 15 af 18 skotum sínum og eitt af þremur klikkum var eina þriggja stiga skotið sem hann tók í leiknum. Michael Jordan endaði leikinn með 33 stig, 13 stoðsendingar og 7 fráköst og Chicago fór til Los Angeles í stöðunni 1-1. Bulls liðið vann síðan alla þrjá leikina í Los Angeles og Michael Jordan varð NBA-meistari í fyrsta sinn.On this day in 1991, Michael Jordan switched it up mid-air pic.twitter.com/VMzmNHYhHV — Yahoo Sports (@YahooSports) June 5, 2019 NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Júní var góður mánuður fyrir körfuboltaferil Michael Jordan. Hann varð sex sinnum NBA-meistari í þessum sjötta mánuði ársins frá 1991 til 1998. Það er því hægt að rifja upp mörg skemmtileg og söguleg atvik tengdum Michael Jordan frá þessum tíma. Frægasta sniðskot Michael Jordan í lokaúrslitum NBA deildarinnar gerðist einmitt á þessum degi fyrir 28 árum eða 5. júní 1991. Michael Jordan var þá í sínum fyrstu lokaúrslitum á ferlinum og þetta var leikur tvö í einvíginu. Los Angeles Lakers hafði unnið leik eitt á heimavelli Chicago og Michael Jordan og félagar urðu því að vinna leik tvö sem var líka á þeirra heimavelli. Chicago vann þriðja leikhlutann með tólf stigum, 38-26, og Jordan kórónaði hann með frábærri og heimsfrægri körfu sem má sjá hér fyrir neðan.28 years ago today, Michael Jordan switched hands ... mid-air pic.twitter.com/CFTB9NiosD — SportsCenter (@SportsCenter) June 5, 2019Jordan talaði sjálfur um það að hann hafi óttast það að Sam Perkins myndi verja skotið sitt og tók því upp á því að skipta um hendi með eftirminnilegum hætti. Jordan var annars sjóðheitur í þessum leik en hann hitti úr 15 af 18 skotum sínum og eitt af þremur klikkum var eina þriggja stiga skotið sem hann tók í leiknum. Michael Jordan endaði leikinn með 33 stig, 13 stoðsendingar og 7 fráköst og Chicago fór til Los Angeles í stöðunni 1-1. Bulls liðið vann síðan alla þrjá leikina í Los Angeles og Michael Jordan varð NBA-meistari í fyrsta sinn.On this day in 1991, Michael Jordan switched it up mid-air pic.twitter.com/VMzmNHYhHV — Yahoo Sports (@YahooSports) June 5, 2019
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira