Viðskipti innlent

RÚV fór um­fram leyfi­legt há­mark aug­lýsinga í Söngva­keppninni

Sylvía Hall skrifar
Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna málsins.
Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Ríkisútvarpið braut gegn ákvæði laga um Ríkisútvarpið þegar birting auglýsinga fór umfram leyfilegt hámark innan hverrar klukkustundar í úrslitaþætti Söngvakeppninnar sem sýnd var þann 2. mars en þetta kemur fram í áliti fjölmiðlanefndar. Lengd auglýsinga fór 28 sekúndur fram yfir leyfileg mörk.

Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna málsins og var það tekið til efnislegrar meðferðar. Umrætt brot fór fram á milli klukkan 21 og 22 í úrslitaþættinum en á þeirri klukkustund fór samanlögð lengd auglýsinga 28 sekúndur fram yfir leyfileg mörk.

Ríkisútvarpið sagði að um mannleg mistök væri að ræða vegna misskilnings sem varð við útsendingu þáttarins og stofnunin hafi gripið til úrræða til þess að tryggja að samskonar mistök endurtaki sig ekki. Þá kemur fram að þeir sem komu að málinu harmi mistökin.

Niðurstaða fjölmiðlanefndar var sú að falla frá sektarákvörðun í málinu í ljósi þess að gripið hafði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Jafnframt mat fjölmiðlanefnd brotið smávægilegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.