Allir saman nú ! Kristófer Oliversson og Jakob Frímann Magnússon skrifar 6. júní 2019 07:00 Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi!
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar