Golf

Ólafía Þórunn hefur leik í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafía Þórunn verður í eldlínunni í dag.
Ólafía Þórunn verður í eldlínunni í dag. vísir/getty

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem leikur fyrir hönd GR hefur leik á Shoprite LPGA Classic mótinu í golfi í dag. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heiminum. Er þetta þriðja vikan í röð sem Ólafía Þórunn tekur þátt í móti á mótaröðinni á eftir Opna bandaríska meistaramótinu og Pure Silk Championship.

Ólafía Þórunn er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA þetta árið eftir að hafa verið með fullan keppnisrétt undanfarin tvö ár.

Shoprite Classic fer fram á Stockton Seaview golfvellinum í úthverfi New Jersey. Er þetta í annað skiptið sem Ólafía tekur þátt í þessu móti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í fyrra skiptið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.