Viðskipti erlent

Hættu við risasamruna Fiat Chrysler og Renault

Kjartan Kjartansson skrifar
Samruni Renault og Fiat Chrysler átti að draga úr kostnaði beggja fyrirtækja auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið vildi komast yfir rafbílatækni þess fyrrnefnda.
Samruni Renault og Fiat Chrysler átti að draga úr kostnaði beggja fyrirtækja auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið vildi komast yfir rafbílatækni þess fyrrnefnda. Vísir/EPA

Stjórnendur bílaframleiðandans Fiat Chrysler segjast hafa fallið frá 35 milljarða dollara samrunatilboði til Renault og vísa til afskipta franskra stjórnvalda af samrunanum. Hefði hann gengið í gegn hefði sameinað fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims.

Franska ríkisstjórnin á 15% hlut í Renault. Reuters-fréttastofan segir að hún hafi viljað fresta ákvörðun um samrunann til að tryggja stuðning Nissan, samstarfsfyrirtækis Renault, við hann. Stjórnendur Nissan vildu ekki taka afstöðu til samrunans.

Þá eru frönsk stjórnvöld hafa reynt að fá tryggingar frá Fiat Chrysler um að störf í Frakklandi myndu ekki glatast og að franskir hluthafar fengju arðgreiðslu, þar á meðal franski ríkissjóðurinn.

„Það er orðið ljóst að pólitískar aðstæður í Frakklandi eru ekki til staðar þessa stundina til að slíkur samruni geti orðið að veruleika,“ sagði í yfirlýsingu Fiat Chrysler í morgun.

Stjórn Renault segist ekki hafa getað tekið ákvörðun vegna kröfu franska ríkisins um að fresta atkvæðagreiðslu um samrunann.


Tengdar fréttir

Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler

Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.