Viðskipti erlent

Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler

Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Fiat Chrysler er áttundi stærsti bílaframleiðandi heims.
Fiat Chrysler er áttundi stærsti bílaframleiðandi heims. Getty/Bloomberg
Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims.

Hugmyndin sem liggur að baki sameiningartillögunni er að spara milljarða dala með sameiningunni og gera framleiðendunum kleift að takast betur á við hinar hröðu breytingar sem eiga sér stað í bílaiðnaðinum nú um stundir þar sem bensínvélin er á undanhaldi fyrir umhverfisvænni orkugjöfum.

Stjórn Renault mun funda um málið í dag en óljóst er hvað þetta þýði fyrir samstarf Renault við japanska risann Nissan, sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Samstarfið hefur þó riðað nokkuð undanfarna mánuði eftir handtöku fyrrverandi forstjóra Renault og Nissan, Carlos Ghosn vegna fjármálamisferlis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×