Handbolti

Alfreð valinn þjálfari ársins á síðasta tímabili sínu með Kiel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason fagnar bikarmeistaratitlinum á dögunum.
Alfreð Gíslason fagnar bikarmeistaratitlinum á dögunum. Getty/Martin Rose
Alfreð Gíslason er besti þjálfari ársins í þýsku deildinni en hann er á lokatímabili sínu með Kiel.Alfreð kveður Kiel í vor eftir ellefu ára starf en hann fékk í dag verðlaun sem besti þjálfari deildarinnar í fjórða sinn á ferlinum. Það eru þjálfarar og framkvæmdastjórar deildarinnar sem kusu.Alfreð gerði Kiel að þýskum bikarmeisturum á dögunum og hann á enn möguleika á að vinna þýsku deildina í lokaumferðinni en Kiel þarf reyndar að vinna upp tveggja stiga forystu Flensburg.Kiel hefur náð í 60 af 66 mögulegum á þessari leiktíð en þarf að treysta á það að Flensburg tapi stigum í lokaumferðinni á móti Bergischer HC.Alfreð var einnig valinn þjálfari ársins í þýsku deildinni 2002, 2009 og 2012. Árið 2002 var hann þjálfari Magdeburgar en hin skiptin var hann þjálfari Kiel.Þetta verður væntanlega 22. og síðasta ár Alfreðs Gíslasonar í þýsku deildinni en einhver orðrómur er um að hann þjálfi mögulega lið í annarri deild næsta vetur.Daninn Rasmus Lauge Schmidt hjá Flensburg var valinn leikmaður ársins og landi hans Niklas Landin hjá Kiel var kosinn besti markvörður deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.