Sjáðu stiklu úr kolsvartri bandarískri kómedíu sem tekin var upp á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 15:26 Atriðið er tekið í Hrunalaug nærri Hruna í Hrunamannahreppi. Fyrirtækið Dark Star Pictures hefur tryggt sér réttinn að sýningum kvikmyndarinnar Spell í Bandaríkjunum. Myndin gerist á Íslandi en hún er úr smiðju leikstjórans Brendan Walter sem hefur getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir hljómsveitirnar Green Day, Panic At the Disco og Weezer. Myndin segir frá bandarískum myndskreytingamanni sem ákveður að fara til Íslands eftir að unnusta hans fellur frá. Hann segist vera haldinn áráttu sem verður þess meðal annars valdandi að hann þarf að sleikja margt sem fyrir honum verður, sem reynist honum ansi erfitt þegar hann heimsækir reðursafnið í Reykjavík. Hann blandar geði við innfædda sem hvetja til að kanna víðerni Íslands en þar kemst hann að því að hann fer að verða búinn að lyfin sín sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að átta sig á hvað sé ímyndun og hvað sé raunverulegt. Aðalleikari myndarinnar heitir Barak Hardley sem hefur leikið í þáttum á borð við The Office og Master of None.Einvalalið Íslendinga Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni en þau stærstu eru vafalaust í höndum Birnu Rún Eiríksdóttur og Magnúsar Jónssonar. Birna Rún leikur Ingu sem vingast við aðalpersónuna Benny og hvetur hann til að skoða íslenska náttúru í för með Steindóri, leikinn af Magnúsi. Söngvari Weezer, Rivers Cuomo, fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en lag Weezer, California Snow, heyrist í lok myndarinnar. Sýna á myndina í kvikmyndahúsum í Los Angeles í nóvember en eftir það fer hún á streymisveitur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en þar sést aðalpersónan meðal annars drekkja manneskju í náttúrulaug á Íslandi. Hrunamannahreppur Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fyrirtækið Dark Star Pictures hefur tryggt sér réttinn að sýningum kvikmyndarinnar Spell í Bandaríkjunum. Myndin gerist á Íslandi en hún er úr smiðju leikstjórans Brendan Walter sem hefur getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir hljómsveitirnar Green Day, Panic At the Disco og Weezer. Myndin segir frá bandarískum myndskreytingamanni sem ákveður að fara til Íslands eftir að unnusta hans fellur frá. Hann segist vera haldinn áráttu sem verður þess meðal annars valdandi að hann þarf að sleikja margt sem fyrir honum verður, sem reynist honum ansi erfitt þegar hann heimsækir reðursafnið í Reykjavík. Hann blandar geði við innfædda sem hvetja til að kanna víðerni Íslands en þar kemst hann að því að hann fer að verða búinn að lyfin sín sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að átta sig á hvað sé ímyndun og hvað sé raunverulegt. Aðalleikari myndarinnar heitir Barak Hardley sem hefur leikið í þáttum á borð við The Office og Master of None.Einvalalið Íslendinga Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni en þau stærstu eru vafalaust í höndum Birnu Rún Eiríksdóttur og Magnúsar Jónssonar. Birna Rún leikur Ingu sem vingast við aðalpersónuna Benny og hvetur hann til að skoða íslenska náttúru í för með Steindóri, leikinn af Magnúsi. Söngvari Weezer, Rivers Cuomo, fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en lag Weezer, California Snow, heyrist í lok myndarinnar. Sýna á myndina í kvikmyndahúsum í Los Angeles í nóvember en eftir það fer hún á streymisveitur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en þar sést aðalpersónan meðal annars drekkja manneskju í náttúrulaug á Íslandi.
Hrunamannahreppur Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira